Algengar spurningar
Algengar spurningar ?
Hvernig skannar Styku líkamann?
Til að fá heildarmynd af líkamanum frá Styku þarft þú aðeins að standa á litlum palli í hálfa mínútu á meðan hann snýst einn hring. Þannig safnar Styku skanninn milljónum gagnapunkta á þessum stutta tíma og les allan líkamann með innfrarauðum geisla.
Hvað gerir 3D skanni Styku?
Styku 3D skanninn mælir allan líkamann og býr til úr þeim mælingum þrívíddarmynd af þér!
Með mikilli nákvæmni færðu sentímetramál: háls, upphandleggsvöðva, brjóstkassa, mitti, mjaðma og læra; ásamt því að meta hvort þú sért með ráðlagða fituprósentu. Samantekt á þessum niðurstöðum getur sagt til um mögulega áhættuvalda og nýtist til að sníða betri heilsu- og líkamsræktarmarkmið.
Hversu langan tíma tekur þetta?
Mælingin sjálf tekur minna en mínútu og fer fram í aðstöðu okkar í Ögurhvarfi 2 (Inngangur OsteoStrong).
Til að tryggja nákvæma niðurstöðu er mælt með að klæðast aðsniðnum fötum (t.d. leggings, hjólabuxum, íþróttabrjóstahaldara eða nærfötum). Allt ferlið ætti ekki að taka meira en 15 mínútur.
Hvernig fer þetta fram?
Þú mætir í Ögurhvarf 2 þar sem OsteoStrong er til húsa og lætur vita í móttökunni að þú sért mætt í mælingu.
Starfsfólk okkar mun þá koma og sýna þér hvar Styku aðstaðan er.
Til þess að fá sem námkvæmastar niðurstöður er best að vera í fötum sem sýna hvað best útlínur líkamans - eða sem minnstum fötum (eða engum). Það er sniðugt að koma í þeim fötum sem þú vilt vera í innanundir en annars er möguleiki að skipta um föt í einrúmi hjá okkur líka. Ef þú ert með hár niður fyrir kjálka þarf að setja hárið upp í snúð eða tagl.
Þú stígur upp á 15 cm háan pall, kreppir hnefana og réttir úr handleggina. Tölvuskjár leiðbeinir þér um hversu mikið. Eftir að þú ert búin að koma þér fyrir lætur tölvan þig vita að pallurinn er að fara að snúast. Mælingin sjálf tekur 35 sekúndur. Eftir að því er lokið lætur leiðbeinandinn þig vita að þú megir stíga af pallinum og klæða þig í fötin. Örfáum mínútum síðar er skýrslan þín tilbúin og mætt í tölvupóstboxið þitt.
Samanburður
| STYKU | BIOIMPEDANCE | DEXA | HYDROSTATIC |
Tækni | Infrarauð myndavél | Rafstraumur | Röntgen myndtæki | Rúmmálsmæling í vatni |
Óhætt á meðgöngu | √ |
|
| √ |
Krafa um föstu eða sérstakt mataræði |
| √ |
| √ |
Tekur minna en mínútu | √ | √ |
|
|
Fyrir og eftir myndir með myndrænni framsetningu í þrívídd | √ |
|
|
|
Ummálsmælingar | √ |
|
|
|
Stöðumat á líkamssamsetningu | √ |
| √ | √ |
Sjáðu hvernig Styku hjálpar þér að sjá þig í nýju ljósi
- Flestir koma á mánaðarfresti